Nýjustu færslur

Egill Helgason fer út af strikinu

Egill Helgason skrifar fasta pistla á vefnum undir heitinu Silfur Egils á Strik.is. Á þessari síðu skartar hann grein sem hann nefnir „Vitlaus samgönguáætlun

Málþing um samgönguáætlun 2003 – 2014

Ágætu málþingsfulltrúar.Ég vil bjóða ykkur velkomin til þessa málþings og þá sérstaklega Jack Short framkvæmdastjóra Evrópusamtaka samgönguráðherra, sem var svo vinsamlegur að mæta til málþingsins og flytja hér fyrirlestur. Þá vil ég skipa sem fundarstjóra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur alþingismann sem sæti á í samgöngunefnda þingsins.

Greinargerð RNF um björgunarþátt Skerjafjarðarslyssins

Ráðuneytinu hefur borist greinargerð Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF), um björgunarþátt flugslyss, er flugvélin TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst 2000.Samgönguráðherra beindi tilmælum til RNF í ágúst 2001, að nefndin skoðaði frekar björgunarþátt slyssins. Nefndin varð við þeim tilmælum og kallaði tvo sérfræðinga til starfa með nefndinni samkvæmt ábendingu landlæknis, læknana Jón Baldursson og Sigurð Á. Kristinsson.

Stiklað á stóru

Á vettvangi samgönguráðuneytisins hefur verið unnið að fjölmörgum málum, sem ég vil gera lauslega grein fyrir hér á heimasíðunni minni til fróðleiks fyrir þá sem hana lesa. Í fréttabréfi, sem gefið var út í byrjun síðasta árs, var gerð grein fyrir skipulagsbreytingum sem gerðar voru í ráðuneytinu. Fólu þær í sér breytt verklag með nýtingu upplýsingatækninnar og verkefnaáætlunum með aðferðafræði verkefnastjórnunar.Framtíðarsýn ráðuneytisins er skilgreind og er leitast við að haga skipulagi og framkvæmdum á sviði samgöngumála og fjarskipta á þann veg að við getum með sanni sagt að við séum ávallt í fremstu röð meðal þjóða við að veita almenningi þjónustu.

Aðalfundur Landssímans 11. mars 2002

Fundarstjóri, góðir fundarmenn. Síminn stendur fyrir sínu. Þannig lauk ég einni af mörgum þingræðum, sem ég flutti á liðnu starfsári Landssíma Íslands. Þær hafa orðið fleiri en ég átti von á, umræðan óvægnari, og darraðadansinn í kringum fyrirtækið krappari en nokkurn gat órað fyrir. Uppúr stendur að Síminn er öflugt fyrirtæki með yfirburðastöðu á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það sést vel á reikningum félagsins og niðurstöðu þeirra, sem gefur tilefni til 12% arðgreiðslu til hluthafa.

1 139 140 141 142 143 172