Nýjustu færslur

Útboð jarðganga undirbúið

Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti ráðherra tímaramma útboðs vegna jarðganga milli Reyðarfjarðar – Fáskrúðsfjarðar og Siglufjarðar – Ólafsfjarðar.

Brimvarnargarður formlega tekinn í notkun

Líkt og komið hefur fram hér fyrr á vefnum var samgönguráðherra nýverið í Noregi, þar sem hann var m.a. viðstaddur vígslu brimvarnargarðs í Sirevåg í Noregi sem var formlega tekinn í notkun 6. nóvember s.l. Af Íslands hálfu tóku þátt í opnuninni samgönguráðherra, ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis, fulltrúar Siglingastofnunar, Jarðfræðistofnunnar Stapa og verktakafyrirtækisins Ístaks. Nú kann einhver að spyrja hví samgönguráðherra Íslands sé við athöfn sem þessa þegar tekið er í notkun hafnarmannvirki í Noregi. Ástæðan er einföld en ánægjuleg, en eftirfarandi frásögn er byggð, með góðfúslegu leyfi höfundar, Sigurðar Sigurðsson hjá Siglingastofnun, á frásögn um athöfnina í Sirevågen sem birtist í næsta fréttablaði Siglingastofnunar, Til sjávar, sem er rétt ókomið út.

1 143 144 145 146 147 172