Nýjustu færslur

Sumardvali…

Líkt og gestir hér á Sturla.is hafa væntanlega tekið eftir, hefur vefurinn verið í hálfgerðum dvala að undanförnu. Lesendum Sturlu.is tilkynnist hér með að dvalanum er lokið.

Innanlandsflug í vanda

Ákvörðun Flugfélags Íslands um að hætta flugi til Hafnar og Vestmannaeyja hefur hrundið af stað miklum umræðum um innanlandsflugið. Afkoma í fluginu hefur verið slæm og ekki hægt að ætlast til þess að eigendur Flugfélags Íslands haldi úti rekstri sem félagið verður að greiða með. Slíkt gengur ekki og því er eðlilegt að reksturinn verði stokkaður upp og þeirra leiða leitað sem tryggja afkomu félgsins og þjónustu flugsins til lengri tíma. Sem betur fer eru fleiri flugfélög starfrækt þó umsvif þeirra séu minni. Því má búast við því að önnur flugfélög hasli sér völl á flugleiðunum til Hafnar og Vestmannaeyja.

Vísa gagnrýni Ágústar á bug

Ágúst Einarsson, prófessor og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, heldur úti heimasíðu og skrifar um þjóðmál. Flest þau skrif hans eru sett í stjórnmálalegt samhengi. Nýverið skrifar hann um rannsóknir flugslysa. Þar heldur hann því ranglega fram að undirritaður komi í veg fyrir að allir þættir Skerjafjarðarslyssins verði skoðaðir. Hann segir m.a.: „…þvergirðingsháttur hans [samgönguráðherra] í að skoða alla þætti Skerjafjarðarslysins er ólíðandi og særir réttlættistilfinningu fólks“. Það er leitt að Ágúst skuli hefja umræðu um rannsókn flugslysa með þeim hætti sem hann gerir. Hann veitist að mér með órökstuddum fullyrðingum og kröfu um „óháða rannsókn“ án þess að rökstyðja það nánar að öðru leyti en því að vitna til málflutnings aðstandenda þeirra sem fórust í slysinu og hafa fjallað um það opinberlega.

Bréf forseta ICAO og skýrsla kynnt

Samgönguráðherra boðaði fyrr í dag til blaðamannafundar þar sem bréf og skýrsla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ICAO til ráðherra vegna úttektar í kjölfar flugslyssins í Skerjafirði var kynnt.

1 147 148 149 150 151 172