Nýjustu færslur

Ný skilti í umferðinni

Samgönguráðherra og dómsmálaráðherra afhjúpuðu fyrr í dag nýtt skilti til viðvörunar ökumönnum. Ráðherrarnir hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna þessa.

Hátíð í Reykholti

Samgönguráðherra var í dag í Reykholti, en þar var Snorrastofa opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Norsku konungshjónin voru við athöfnina ásamt forseta Íslands og ávörpuðu konungur og forseti báðir samkomuna, auk þess að afhjúpa í sameiningu áletrun yfir dyrum Snorrastofu.

Hríseyjarferjan Sævar kemur til heimahafnar

Samgönguráðherra afhenti Hríseyingum nýja Hríseyjarferju í dag. Nýja ferjan, sem ber heitið Sævar líkt og fyrirrennarar sínir, fór í sína fyrstu opinberu áætlunarferð í dag mili Árskógssands og Hríseyjar. Samgönguráðherra var með í för og afhenti hann Hríseyingum ferjuna formlega við hátíðlega athöfn. Ferjan er hin glæsilegasta. Hún tekur um 130 farþega, þar af 80 til 100 innandyra í tveimur sölum. Hún getur flutt um 20 tonn af vörum.

Nýjar reglur um slysavarnir í höfnum

Samgönguráðherra hefur lagt mikla áherslu á öryggismál sjómanna. Nýverið tóku gildi nýjar reglur um slysavarnir í höfnum, og fylgir hér á eftir grein um málið sem birtist í síðasta tölublaði fréttabréfs Siglingastofnunar, Til Sjávar.

1 157 158 159 160 161 172