Nýjustu færslur

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hefur opnað nýja heimasíðu

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi opnað þann 29. febrúar síðastliðinn, nýja heimasíðu. Á síðunni er að finna upplýsingar um starfsemi Sjáfstæðisflokksins í kjördæminu, helstu stefnumál hans, greinar og fréttir. Slóð síðunnar er www.nordvesturland.is

Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Einarsdóttir, framkvæmdastjóri kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í síma 849-7773. 

 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, (frá vinstri) Herdís Þórðardóttir, Einar Kristinn Guðfinnsson og Sturla Böðvarsson, ásamt framkvæmdastjóra kjördæmisráðs flokksins í Norðvesturkjördæmi, Brynhildi Einarsdóttur að opna síðuna við hátíðlega athöfn á Hótel Hamri í Borgarnesi. 

Forseti Alþingis flytur ávarp um ferðamál

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, var einn þriggja frummælenda á vetrarhátíðinni „Ljósið í Myrkrinu“, sem haldin var í landnámssetrinu í Borgarnesi í fyrsta sinn, laugardaginn 14. febrúar 2008.  Að vetrarhátíðinni stóð „All Senses“ hópurinn, sem er samstarfsvettvangur ferðaþjónustufyrirtækja á Vesturlandi sem vinna saman að því að kynna svæðið sem áfangastað ferðamanna.
 
 

Breytingar á starfsháttum Alþingis voru tímabærar

Skömmu fyrir  jól var samþykkt frumvarp til laga um breytingar á lögum um þingsköp Alþingis. Lögin voru samþykkt af  þingmönnum allra flokka nema  Vinstri grænna. Mikill óróleiki virðist hafa skapast innan VG vegna þessar breytinga á þingsköpum ef marka má málflutning þeirra. Í Silfri Egils í lok ársins hafði varaþingmaðurinn Guðfríður Lilja Grétarsdóttir stór orð um vinnubrögð við þessar breytingar. Hún  skrifaði auk þess grein  í Fréttablaðið  þar sem hún segir að ,,síðasta verk þingsins hafi verið að rjúfa þá hefð að sátt sé um þingsköp“.  Þetta eru fullyrðingar sem ekki fá staðist eins og þeir vita sem hafa fylgst með gangi málsins. Vegna   málflutnings og viðbragða þingmanna VG sé ég  ástæðu til þess að gera nokkrar grein fyrir aðdraganda þessa máls og hvernig staðið var að undirbúningi þessara mikilvægu breytinga á þingskaparlögum .
 

Aukið öryggi í umferðinni er þjóðarnauðsyn

Grein birt í Fréttablaðinu 9. janúar 2008

Þær gleðilegu fréttir hafa verið sagðar í fjölmiðlum að dregið hafi úr slysum á þjóðvegunum og á árinu 2007 hafi banaslysum fækkað verulega. Þessar fregnir eru vissulega jákvæðar því  ökutækjum hefur fjölgað mikið, umferðin hefur aukist hröðum skrefum og flutningar á vegum einnig. 

1 14 15 16 17 18 172