Nýjustu færslur

Ráðstefna um fjarskipti í Valhöll

Samgönguráðherra flytur í dag kl. 16.30 erindi á opnum fundi Upplýsingatækninefndar Sjálfstæðisflokksins. Yfirskrift ráðstefnunnar er Fjarskipti í brennidepli. Nánar um ráðstefnuna og dagskrá hér fyrir aftan.

Frá Prag til London og áfram til Hull…

Nú er lokið ráðstefnu samgönguráðherra sem haldinn var í Prag, og er ráðherra á leið til London og þaðan áfram til Hull. Þar hyggst ráðherra heimsækja margmiðlunar- og símafyrirtækið Kingston Communications, en það fyrirtæki hefur náð miklum árangri í rekstri stafræns sjónvarps.

Árleg Evrópuráðstefna samgönguráðherra

Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, er nú staddur í Prag í Tékklandi, en þar verður haldinn, dagana 30. og 31. maí, árleg Evrópuráðstefna samgönguráðherra. Ráðstefna þessi er haldin á vegum OECD í samstarfi við ESB. 39 ríki eru fullgildir aðilar að ráðstefnunni, en að auki eru átta ríki með áheyrnarfulltrúa. Ísland hefur verið fullgildur aðili að ráðstefnunni síðan 1998. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vef OECD, www.ocde.org

Samgönguráðherrar funda í Prag

Samgönguráðherra er nú staddur á Englandi á leið sinni til Tékklands, en á mánudag verður settur í Prag fundur evrópskra samgönguráðherra. Nánar verður greint frá fundinum hér á síðunni eftir helgi.

1 160 161 162 163 164 172