Nýjustu færslur
Leifur Eiríksson er kominn heim
Samgönguráðherra og eiginkona hans, frú Hallgerður Gunnarsdóttir, tóku í dag þátt í móttöku nýjustu Boeing þotu Flugleiða.
Ársskýrsla Flugslysanefndar er komin út
Ársskýrsla rannsóknarnefndar flugslysa er komin út. Ráðherra var afhent eintak af skýrslunni í dag í húsakynnum Flugbjörgunarsveitarinnar.
Páskar að baki….
Eins og fastagestir á vef ráðherra hafa eflaust tekið eftir, hefur lítil sem engin hreyfing verið á vefnum um bænadagana. Skýringin er einföld, þ.e. páskafrí. Nú eru páskar að baki, og viðbúið að á næstu dögum fjölgi færslum hér á síðunni, ekki síst í ljósi þess að nú styttist í störfum Alþingis, en stefnt er að frestun þingfunda 11. maí. Gert er ráð fyrir Eldhúsdagsumræðum að kvöldi 10. maí.
Aðalfundur Íslandspósts hf.
Í dagbók ráðherra fyrir daginn í dag má sjá að kl. 14.00 situr ráðherra aðalfund Íslandspóst hf., sem haldinn er í Iðnó.
Ný upplýsingamiðstöð opnar í Borgarnesi
Samgönguráðherra opnar formlega síðdegis í dag nýja Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands ehf. Við sama tækifæri mun ráðherra vera við undirritun samstarfssamnings um tölvukaup og tækniaðstoð á milli Ferðamálasamtaka Íslands og Tæknivals.
Upplýsinga- og kynningarmiðstöðin er í húsnæði Framköllunarþjónustunnar við Brúartorg í Borgarnesi. Athöfnin hefst kl. 14.00.