Nýjustu færslur
Hátt í hundrað manns á fundi
Mjög góð fundarsókn var á fund ráðherra í félagsheimilinu á Patreksfirði í gærkvöld, eða hátt í eitthundrað manns.
Langtímaáætlun í öryggismálum sjómanna
Ráðherra hefur sett af stað vinnu við að gera langtímaáætlun í öryggismálum sjómanna. Samgönguráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis, sem er birt hér á vefnum í heild sinni.
Samningur við Vesturfarasetrið á Hofsósi
Í gær, miðvikudag, í vorblíðunni á Hofsósi, undirritaði ráðherra samning við Vesturfarasetrið. Samningurinn gengur út á það að Vesturfarasetrið muni annast gerð bryggju á Hofsósi sem mun tengjast því hlutverki setursins að sýna þær aðstæður sem ríktu á þeim tíma sem ferðir Íslendinga til Vesturheims stóðu sem hæst.
Ráðherra í Vesturbyggð
Í dag, fimmtudag, verður ráðherra á ferð um suðurfirði Vestjfarða. Farið verður í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Í kvöld verður síðan haldinn almennur fundur um samgöngumál í Félagsheimilinu á Patreksfirði. Fundurinn hefst klukkan 20.30 og eru allir velkomnir.
Vetrarþjónusta 2000 á Egilsstöðum
Ráðherra ávarpaði og setti í gær ráðstefnu Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu sem nú stendur yfir á Egilsstöðum. Um 170 vegagerðarmennog sveitarstjórnarmenn hvaðanæva að af landinu eru saman komnir til að auka við þekkingu sína á sviði vetrarþjónustunnar.