Nýjustu færslur

Forseti Alþingis ávarpar NATO-þingið

Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, flutti í dag, 9. október,  ávarp við upphaf þingfundar á lokadegi 53. ársfundar NATO-þingsins, en síðustu daga hafa nefndir þingsins verið að störfum. Þetta er í fyrsta skipti sem NATO-þingið heldur ársfund sinn á Íslandi og var fundurinn sóttur af um 700  manns og þar af um 340 þingmönnum frá þeim þjóðþingum  sem aðild eiga að NATO-þinginu. Í ávarpi sínu fjallaði forseti  Alþingis m.a. um það hversu alþjóðlegt samstarf verður sífellt fyrirferðarmeira í störfum alþingismanna og að þjóðþingin hafi aðlagað sig þeim breytingum. Þá vék hann einnig að því hvernig breytingar sem orðið hafa í öryggis- og varnarmálum landsins endurspeglast í störfum Alþingis.

Stjórnmálaályktun Kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélaganna í Norðvesturkjördæmi

Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélaganna í Norðvesturkjördæmi var haldinn á Blönduósi laugardaginn 6. Október. Á fundimm mætti forsætisráðherra Geir H Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins og þingmenn flokksins í kjördæminu þau Sturla Böðvarsson, Einar Kristinn Guðfinnsson og Herdís Þórðardóttir. Forsætisráðherra og þingmenn sátu fyrir svörum að loknum venjulegum aðalfundarstörfum.  Fundurinn var fjölsóttur og samþykkti hann eftirfarandi stjórnmálaályktun sem send hefur verið fjölmiðlum.

Varaforseti Dúmunnar heimsækir Alþingi

Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, tók í dag á móti 1. varaforseta neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar, frú Lyubovu K. Sliska. Varaforsetinn er hér á landi í tilefni af haustfundi NATO-þingsins, en hún er formaður rússnesku sendinefndarinnar sem á aukaaðild að þinginu.

Ávarp forseta Alþingis á þingsetningarfundi mánudaginn 1. okt. 2007

Ég býð háttvirta alþingismenn velkomna til þingsetningar og fagna nærveru gesta við þessa athöfn.
 
Við höfum nú gengið til Dómkirkju eins og  gert hefur verið frá því hið endurreista Alþingi kom fyrst saman árið 1845. Með því höldum við í gamla og góða venju sem líklega er elsta hefð sem tengist þessum degi.
 
Eins og háttvirtir alþingismenn sjá og heyra hafa orðið nokkrar breytingar á umgjörð þingsetningarathafnarinnar frá því sem verið hefur. Leiðir það af breytingum á þingsköpum sem Alþingi samþykkti sl. vor, en þá var m.a. ákveðið að  kosning forseta á fyrsta fundi eftir almennar alþingiskosningar sé ekki bundin við hvert löggjafarþing eins og verið hefur.
 
Þessi breyting þingskapanna varð tilefni þess að ég fór að leiða hugann að því hvort ekki væri tímabært að breyta nokkuð yfirbragði þessarar athafnar en hún hefur verið í mjög föstum skorðum áratugum saman.  Við alþingismenn þurfum þó að hafa í huga að Alþingi er okkar elsta og virðulegasta stofnun og því mikilvægt að sýna mikla varkárni við allar breytingar.  Við viljum eðlilega halda í góðar  hefðir sem efla samstöðu okkar og styrkir Alþingi sem stofnun.  

Heimsókn þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Georgíu

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, var í opinberri heimsókn í Georgíu, ásamt þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, dagana 24.-25. september sl. Ferðin var hluti af sameiginlegu verkefni þingforseta landanna og var markmið hennar að styðja við lýðræðisþróunina í Georgíu.

1 17 18 19 20 21 172