Nýjustu færslur

Forseti Alþingis viðstaddur setningu skoska þingsins

Sturla Böðvarsson forseti Alþingis, Hallgerður Gunnarsdóttir og Alex Fergusson forseti skoska þingsins. Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, var ásamt eiginkonu sinni, Hallgerði Gunnarsdóttur, viðstaddur setningu skoska þingsins í Edinborg laugardaginn 30. júní.

Forseti Alþingis viðstaddur setningu Manarþings

Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, var ásamt eiginkonu sinni Hallgerði Gunnarsdóttur, gestur við þingsetningu á eyjunni Mön 5. júlí. Þinghaldið á Mön fer fram undir berum himni og er kennt við Tynwald eða Þingvelli á eynni. Athöfnin er árlegur viðburður á þjóðhátíðardegi Manar og á rætur sínar að rekja aftur til víkingaaldar.

Sendinefnd frá tékkneska þinginu

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, tók á móti sendinefnd frá tékkneska þinginu í Alþingishúsinu 18. júní 2007. Sendinefndin var stödd hér á landi til að kynna sér heilbrigðismál og átti m.a. fund með heilbrigðisnefnd Alþingis. 

1 19 20 21 22 23 172