Nýjustu færslur
Á vegamótum
Vegamót eru framundan hjá mér. Þær breytingar verða nú að ég læt af embætti samgönguráðherra eftir átta ára starf á vettvangi þessa umfangsmikla málaflokks. Nýtt verkefni tekur við, að gerast forseti Alþingis, og þykist ég vita að það verður áhugavert og krefjandi verkefni.
Samgönguráðherra og félagsmálaráðherra áttu fund um stöðu atvinnumála á Vestfjörðum
Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra og Magnús Stefánsson félagsmála-ráðherra, sem báðir eru þingmenn Norðvestur-kjördæmis, áttu með sér fund í félagsmálaráðuneytinu í morgun þar sem þeir fóru meðal annars yfir stöðu atvinnumála á Vestfjörðum sem verið hafa í brennidepli undanfarið.
Á fundi sínum fjölluðu þeir sérstaklega um atvinnuástandið á Flateyri í ljósi þess að fiskiðjufyrirtækið Kambur hefur ákveðið að hætta starfsemi sinni. Fundurinn var einnig liður í að undirbúa fyrirhugaðan fund með öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis um stöðuna. Einnig ræddu ráðherrarnir ýmis önnur málefni kjördæmisins
Iceland Express hefur flug til fimm nýrra áfangastaða.
Af tilefni þess að Iceland Express hefur flug til 5 nýrra áfangastaða flutti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ávarp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þriðjudaginn 15. maí sl.
Þakkir að loknum kosningum
Ágætu samherjar í Norðvesturkjördæmi. Að loknum alþingiskosningum vil ég færa öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þakkir fyrir stuðninginn.
Fjarskipti eru fyrir alla landsmenn
Vegna umræðna að undanförnu um háhraðatengingar, farsímanetið og önnur atriði á sviði fjarskiptamála tel ég rétt að gera grein fyrir nokkrum verkefnum sem hafin eru á vegum samgönguráðuneytisins. Sést að unnið er nú ötullega að verkefnum á þessum sviðum.