Nýjustu færslur
Sjávarþorpið Suðureyri og Mjólkárvirkjun
Samgönguráðherra fer víða í starfi sínu m.a. til að kynna sér líf og starf íbúanna í landinu. Ómögulegt væri að gera grein fyrir öllum heimsóknum ráðherrans en skemmtilegt að gera grein fyrir a.m.k. hluta af öllu því góða fólki sem tekur á móti góðum gestum. Í sjávarþorpinu Suðureyri hefur farið fram ótrúleg uppbygging á síðustu árum. Fyrirtæki og einstaklingar hafa tekið höndum saman og sameinað krafta sína í þeim tilgangi að laða ferðamenn í þorpið.
Farið um Ísafjörð og Bolungarvík
Eftir vel heppnaðan fund á Ísafirði í gærkvöldi hefur Sturla Böðvarsson notað tímann til þess að heimsækja kjósendur í Bolungarvík og á Ísafirði. Í hádeginu borðaði ráðherrann ásamt starfsfólkinu á Heilbrigðisstofnuninni á Ísafirði og hitti slökkvilið Ísafjarðarbæjar eftir hádegið. Jón Sigurpálsson leiddi ráðherra ferðamála um Edinborgarhúsið sem óðum er að taka á sig stórgæsilega mynd. Á myndasíðunni má sjá myndir frá heimsóknunum.
Staðreyndir um samgöngu- og fjarskiptamál í Norðvesturkjördæmi
Það er leitt til þess að vita að stjórnarandstaðan hefur ekkert tekið eftir því sem er að gerast í kjördæminu okkar á sviði fjarskipta og samgöngumála. Fremstur þar í flokki hefur verið Jón Bjarnason og skrifar hann eins og hann búist við að almenningur í kjördæminu fylgist ekki heldur með. Ég vil því í þessari grein draga saman upplýsingar svo menn geti leitað í þá smiðju til að fræðast. Jafnframt vil ég hvetja íbúa Norðvesturkjördæmis til þess að kynna sér annars vegar hvernig framvindan hefur verið á sviði fjarskipta og samgöngumála og hins vegar hvernig ótrúlega neikvæður málflutningur hefur gegnsýrt alla framgöngu stjórnarandstöðunnar og þá sérstaklega þingmanna Vinstri grænna.
Þorsteini Pálssyni ritstjóra svarað
Sturla Böðvarsson svarar hér ritstjóra Fréttablaðsins þar sem fjallað var um afgreiðslu samgönguáætlunar á Alþingi og afleiðingar þess að tólf ára áætlunin var ekki samþykkt.
Guðbjarti Hannessyni svarað
Mér var bent á það að í Morgunblaðinu hafi birst grein eftir einn af frambjóðendum Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem hafi haldið því fram að ég hafi verið á móti gerð Hvalfjarðarganganna. Þegar að var gáð er Guðbjartur Hannesson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, höfundur þessa dæmalausa texa. Hann virðist hafa valið sér óvin í komandi kosningabaráttu. Óvinurinn og skotmarkið er samgönguráðherrann Sturla Böðvarsson. Frambjóðandinn virðist ætla að tileinka sér aðferðina að tilgangurinn helgi meðalið.