Nýjustu færslur
Sturla Böðvarsson í hádegisviðtali Stöðvar 2
Föstudaginn 30. mars var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Í upphafi ræddi ráðherra um hversu góð samkeppnisstaða Íslands er í ferðaþjónustunni og sérlega í samanburði við Norðurlöndin. Ráðherra greindi frá því að m.a. að ferðamálaáætlun hafi náð fram að ganga umfram þau markmið sem sett voru.
Sterk samkeppnisstaða íslenskrar ferðaþjónustu
Ræða Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í Ketilhúsinu í Gilinu á Akureyri fimmtudaginn 29. mars 2007.
Heimsókn að Ferjukoti við Hvítá
Sturla Böðvarsson ráðherra ferðamála fer víða um kjördæmið og gefst þá gjarnan tækifæri á að skoða sig um og líta á möguleika ferðaþjónustunnar í landinu. Í dag heimsóttu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Einar Oddur Kristjánsson formaður ferðamálaráðs og fulltrúar samgönguráðuneytisins heimilisfólkið í Ferjukoti við Hvítá í Borgarfirði. Í Ferjukoti eru einstakar minjar um laxveiðar sem voru stundaðar sem hefur verið stundaður sem stór atvinnuvegur í gegnum tíðina við Hvítá. Veðrið lék við gesti og heimafólk í Borgarfirðinum í dag eins og myndirnar bera með sér.
Opinn fundur um fjarskipta og samgöngumál í Ólafsvík
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hélt opinn fund í Ólafsvík um fjarskipta- og samgöngumál. Fyrr um daginn leit ráðherra í heimsókn á fiskmarkaðinn. Rúmlega þrjátíu manns mættu á fundinn og voru umræður líflegar.
Skýrsla Umferðarstofu um umferðarslys árið 2006 komin út
Skýrsla Umferðarstofu um umferðarslys á síðasta ári var kynnt á blaða-mannafundi í dag. Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra sagði við það tækifæri að slysin á síðasta ári hefðu verið of mörg og ekki í samræmi við markmið umferðar-öryggisáætlunar um fækkun slysa. Í fyrra lést 31 í 28 slysum en árið 2005 létust 19 manns í 16 slysum. Í fyrra slösuðust 153 alvarlega en þeir voru 129 árið 2005. Tvöfalt fleiri karlar en konur slösuðust í fyrra.