Nýjustu færslur
Samgönguáætlun er í þágu allra landsmanna
Fagna ber umfjöllun um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2007 til 2018 sem nú er til meðferðar á Alþingi. Samgöngu-málin koma okkur öllum við og því er nauðsynlegt að sem flestir láti í ljós álit sitt ef vera mætti til þess að áætlunin þjóni enn betur tilgangi sínum. Rétt er að minna á að mikil vinna hefur verið lögð í þá tillögu til þingsályktunar sem þessi samgöngu-áætlun er. Hún hefur farið fram á vegum samgönguráðs sem í sitja flugmálastjóri, siglingamálastjóri og vegamála-stjóri auk fulltrúa samgönguráðuneytisins. Þarfir eru skilgreindar, sett eru fram markmið og leiðir sem fara á til að ná þeim markmiðum og um leið er fjárhagshliðinni stillt upp, þ.e. hversu mikið fé þarf til verkefna og hvaðan það kemur.
Kostnaðarmat vegna gerð jarðgangna til Eyja
Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra hefur ákveðið að láta leggja mat á kostnað við gerð jarðganga milli lands og Eyja. Fengið verði óháð ráðgjafa-fyrirtæki til að annast verkefnið sem fælist í því að lesa úr fyrirliggjandi gögnum um rannsóknir og kostnaðarmat við hugmynd um jarðgöng.
Forsaga málsins er sú að á Vegagerðin annars vegar og Ægisdyr, félag um bættar samgöngur milli lands og Eyja, hins vegar hafa lagt fram margvísleg gögn um rannsóknir og kostnaðaráætlanir vegna jarðgangagerðar milli Heimaeyjar og Bakkafjöru.
Svar til Önnu Kristínar Gunnarsdóttur frambjóðenda samfylkingarinnar, 3. sæti.
Anna Kristín Gunnarsdóttir þingmaður og frambjóðandi samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi skrifar í Húnahornið og á Bæjarins besta í dag 7. mars. Það er rétt hjá Önnu Kristínu sem sem nú skipar 3. sæti samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi að undirritaður hefur haldið opna fundi um fjarskipta- og samgöngumál og m.a. á Blönduósi. Hér um bil allt annað sem fram kemur í greininni er bókstaflega rangt.
Opnir fundir á Blönduósi og Hvammstanga
Sunnudaginn 4. mars hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tvo fundi um fjarskipta- og samgöngumál. Fyrri fundurinn var haldinn á Blönduósi kl. 17:00 en þangað mættu tæplega 40 fundargestir. Greinilegt var að þar er fylgst vel með samgöngumálum og líflegar umræður spunnust.
Eftir fundinn hélt samgönguráðherra til Hvammstanga þar sem tæplega 30 manns mættu til fundar. Eins og gefur að skilja var brenna fjarskiptamál á þeim bændum sem enn hafa ekki haft kost á aðgangi að háhraðatengingum og voru þau mál rædd í þaula. Fundurinn hófst kl. 20:30 og lauk um 22:30.
Opinn fundur um fjarskipta- og samgöngumál á Sauðárkróki
Fimmtudagskvöldið 1. mars hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opinn fund um fjarskipta- og samgöngumál á Sauðárkróki. Liðlega þrjátíu manns mættu til fundarins. Til umræðu voru m.a. góð tíðindi af samkeppnishæfi ferðaþjónustunnar en Ísland er í fjórða sæti yfir samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar af 124 löndum sem gerð var útttekt á.