Nýjustu færslur

Afhending styrkja menningarráðs Vesturlands

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti styrki fyrir hönd menningarráðs Vesturlands í Byggðasafninu Görðum á Akranesi í gær. Menningarráð samþykkti að úthluta ræplega 22,8 milljónum króna til 62 verkefna en umsóknirnar voru 102. Þjóðlagasveit tónlistarskólans á Akranesi flutti nokkur lög og Akraneskaupstaður bauð upp á veitingar. Ræðu sem ráðherra flutti við athöfnina má sjá hér fyrir neðan.

Opinn fundur um fjarskipta- og samgöngumál í Stykkishólmi

Miðvikudaginn 22. febrúar hélt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opinn fund um fjarskipta- og samgöngumál á veitingahúsinu Fimm fiskum í Stykkishólmi. Þrátt fyrir leiðinda veður var húsfylli þar sem skipst var á skoðunum um samgöngumál. Ýmsar hugmyndir voru ræddar m.a. um lestarsamgöngur og háhraðatengingar. Greinilegt var að fundarmenn voru mjög vel inni í málefnum fundarins. Fundurinn var í alla staði skemmtilegur og líflegur.  

Opinn fundur um samgöngumál haldinn í Grundarfirði

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hélt opinn fund um fjarskipta- og samgöngumál á Krákunni í Grundarfirði í gærkvöld. Jensína tók á móti fundarmönnum með heitu kaffi og fór vel um fundarmenn. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður urðu m.a. um fjarskiptamál, öxulþunga og burðargetu vega auk þess sem fundarmenn ræddu reglur um hvíldartíma ökumanna.

Ýmis nýmæli í lagafrumvarpi um veitinga- og gistihúsarekstur

Sturla Böðvarsson mælti í gær á Alþingi fyrir lagafrumvarpi um breytingar á skipan ákveðinna þátta í veitinga- og gistihúsarekstri og skemmtanahaldi. Miðar frumvarpið að því að allar leyfisveitingar á þessum sviðum verði einfaldaðar. Málið var afgreitt til samgöngunefndar á þingfundi í dag, þriðjudag.

Samgönguáætlanir komnar til samgöngunefndar

Hér fer á eftir framsöguræða Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra um fjögurra ára samgönguáætlun áranna 2007 til 2010 sem hann flutti á Alþingi síðdegis í gær, mánudag. Margir þingmenn tóku síðan til máls og var málið rætt fram á kvöld. Á Þingfundi í dag, þriðjudag, var áætluninni vísað til meðferðar í samgöngunefnd. Þar er einnig til meðferðar samgönguáætlun fyrir árin 2007 til 2018.

1 29 30 31 32 33 172