Nýjustu færslur

Undirbúingur hafinn

Laugardaginn 20. janúar hittist framboðslisti sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi á kröftugum undirbúningsfundi á Akranesi. Fundurinn var haldinn í Safnaskálanum þar sem farið var yfir stöðu mála og lagður grunnur að mótun kosningabaráttunnar í vor. Ljóst var á stemningunni í hópnum að þar fer kröftugur hópur sem tilbúinn er að leggja dag við nótt við vinnu í þágu kjördæmisins.  

Umferðin, ökumaðurinn og vegirnir

Slysin í umferðinni á síðasta ári eru okkur öllum sorgarefni. Þrjátíu manns dóu í umferðarslysum og yfir 140 eru alvarlega slasaðir. Við hljótum að spyrja: Hvað fór úrskeiðis? Er hægt að koma í veg fyrir slíkar hörmungar?

Ávarp á hádegisfundi Skýrslutæknifélagsins um varasamband við útlönd 16. janúar

Fundarstjóri, góðir fundarmenn

Fjarskiptatengingar Íslands við umheiminn skipta okkur miklu máli í daglegu lífi. Þær snerta  okkur beint með því að við þurfum að geta sótt upplýsingar á netið, talað í síma í tíma og ótíma. Þær snerta okkur óbeint  þegar við sækjum til þeirra aðila sem byggja þjónustu sína á samskiptum um fjarskiptaleiðir. Við erum með öðrum orðum næstum því jafnmikið háð fjarskiptum og því að draga andann og nærast.

Brýnt að vinna hratt og vel að nýjum sæstreng

Frá fundi um tengingar Íslands við umheiminn

Engar bylgjur ekkert samband var yfirskrift fundar sem Skýrslutæknifélag Ísland (Ský) stóð fyrir í hádeginu í dag. Var þar meðal annars rætt um nýjan sæstreng, áhrif sambandsrofa í millilandasamskiptum, hagsmuni fjármálageirans og fleira. Fundinn sóttu liðlega 70 manns. 

Samgönguráðherra hjá Arctic Trucks

Sturla Böðvarsson heimsótti fyrirtækið Arctic Trucks í Reykjavík nýverið. Fyrirtækið er bæði sölu- og framleiðslufyrirtæki, það sérhæfir sig í þjónustu við jeppaeigendur með sölu á jeppum og fylgihlutum og annast breytingar og upphækkanir. Einnig býður Arctic Trucks uppá námskeið fyrir jeppaeigendur í meðferð jeppa og ferðamennsku.
 

1 33 34 35 36 37 172