Nýjustu færslur
Framtíðarhagsmunir starfsmanna tryggðir sem best
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flutti í gær ávarp í áramótaboði Flugmálastjórnar Íslands. Var það haldið í tilefni af því að nú um áramótin breytist skipulag flugmála. Ráðherra lagði áherslu á að þær væru gerðar til að tryggja sem best allt umhverfi fyrir öfluga flugstarfsemi á öllum sviðum og ekki síst framtíðarhagsmuni starfsmanna.
Ísland aðili að undirbúningi fyrir sjálfvirka neyðarhringingu
Ísland hefur gerst formlegur aðili að undirbúningi á vegum Evrópusambandsins að því að koma á sjálfvirkri hringingu úr bílum eftir neyðarhjálp ef til slyss kemur. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirritaði í gær í Brussel viljayfirlýsingu ESB um málið en nokkur aðildarríki ESB og samstarfsríki hafa undirritað slíka yfirlýsingu.
Mikilvægt að bregðast strax við með aðgerðum
Alþingi hefur að tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra samþykkt sérstaka fjárveitingu í fjáraukalögum til umferðaröryggisaðgerða á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Af því tilefni var í dag haldinn fundur í samgönguráðuneytinu um umferðaröryggismál og framkvæmdir og voru málin voru rædd frá ýmsum hliðum.
Umræða um breikkun Suður- og Vesturlandsvegar
Björgvin G. Sigurðsson hóf máls á tvöföldun Suðurlandsvegar í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hann spurði Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra hvort einkaframkvæmd kæmi til greina við tvöföldun Suðurlandsvegar sem hann telur eitt stærsta hagsmunamál samfélagsins í dag.
Samgönguráðherra vísar orðum Kristins H. Gunnarssonar á bug
Í síðustu viku birtist á vef Bæjarins besta pistill frá Kristni H. Gunnarssyni þingmanni þar sem hann furðar sig á forgangsröðun verkefna í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þar er til að mynda lagt til að fresta framkvæmdum við vegabætur á Vestfjörðum.