Nýjustu færslur
Ofsaakstur vaxandi vandamál – frá umræðum á Alþingi
Tekið hafa gildi tvær nýjar reglugerðir þar sem hert er á viðurlögum gegn ýmsum umferðarlagabrotum. Þá er til meðferðar Alþingis lagafrumvarp vegna breytinga á umferðarlögum sem meðal annars miða að því að takmarka réttindi ungra ökumanna meðan þeir hafa bráðabirgðaskírteini.
Nýr aðstoðarmaður samgönguráðherra
Kristrún Lind Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Lindaskóla í Kópavogi, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Hefur hún störf í ráðuneytinu eftir næstu helgi.
Betur má ef duga skal
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flutti ræðu við setningu Umferðarþings í morgun. Á þinginu, sem stendur einnig á morgun, eru flutt fjölmörg erindi um ýmsar hliðar umferðarmála og öryggismála. Við lok ræðunnar afhenti ráðherrann viðurkenningar Umferðarráðs. Lögreglan á Blönduósi hlaut Umferðarljósið og Óli H. Þórðarson gullmerki en báðar viðurkenningarnar eru veittar fyrir öfluga framgöngu á sviði umferðaröryggismála.
Ræða Sturlu fer hér á eftir.
Sturla Böðvarsson leiðir listann
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skipar efsta sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar til Alþingis næsta vor. Gengið var frá listanum á fundi kjördæmisráðs síðastliðinn laugardag og er hann þannig skipaður:
Athöfn í nýrri gestastofu við Þingeyrakirkju 12. nóvember s.l.
Þann 12. nóvember sl. var vígð ný gestastofa við Þingeyraklausturskirkju. Hér á eftir fer ávarp sem samgönguráðherra flutti eftir messu við það tækifæri:
.