Nýjustu færslur
Áfangaskýrsla og fundur með forstöðumönnum
Í gær fundaði samgönguráðherra með forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins, formönnum ráða og starfsmönnum úr ráðuneytinu.
Gæðakerfi Siglingastofnunar vottað og árangursstjórnunarsamningur undirritaður
Síðastliðinn föstudag afhenti Vottun hf. siglingamálastjóra gæðavottorð og samgönguráðherra og siglingamálastjóri undirrituðu árangursstjórnunarsamning til næstu fjögurra ára.
Vegrýni sem hluti af umferðaröryggisaðgerðum
Samgönguráðherra var fyrr í dag viðstaddur blaðamannafund þar sem EuroRAP vegrýniverkefninu var hrint af stað. EuroRAP stendur fyrir European Road Assessment Programme, og er vegrýniverkefni sem hefur verði í gangi víðsvegar um Evrópu undanfarin ár.
Beint flug milli Íslands og Kína myndi stórauka ferðamannastraum á milli landanna
Til að auka ferðalög Kínverja til Íslands er mikilvægt að koma á beinu flugi á milli landanna. Þetta var á meðal þess sem fram kom á fundi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og Jin Fang formanns ferðamálaráðs Shanghai a fundi þeirra í Shanghai fyrr í dag.
Mikil tækifæri felast í auknu samstarfi á milli Íslands og Kína á sviði ferðamála
Sturla Böðvarsson hitti ferðamálaráðherra Kína Hr. Shao Qiwei á fundi í Kunming í gær.