Hvernig verður samgönguáætlun til?
Að undanförnu hefur orðið nokkur umræða um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2005-2008 sem Aþingi afgreiddi nú í vor. Í þessari grein vil ég fara nokkrum orðum um hvernig samgönguáætlun verður til. Mest hefur verið fjallað um þann hluta hennar sem snýr að vegakerfinu. Minna hefur verið rætt og deilt um flugmálin og siglingamálin. Hér mun ég einkum beina sjónum mínum að vegamálunum.