Aðalfundur Landssímans 11. mars 2002

Fundarstjóri, góðir fundarmenn. Síminn stendur fyrir sínu. Þannig lauk ég einni af mörgum þingræðum, sem ég flutti á liðnu starfsári Landssíma Íslands. Þær hafa orðið fleiri en ég átti von á, umræðan óvægnari, og darraðadansinn í kringum fyrirtækið krappari en nokkurn gat órað fyrir. Uppúr stendur að Síminn er öflugt fyrirtæki með yfirburðastöðu á íslenskum fjarskiptamarkaði. Það sést vel á reikningum félagsins og niðurstöðu þeirra, sem gefur tilefni til 12% arðgreiðslu til hluthafa.

Samgönguráðherra í Noregi

Samgönguráðherra hélt utan til Noregs í gær, mánudag. Þar mun hann kynna sér fyrirkomulag og skipulag Noðmanna á siglinga- og hafnamálum. Ávarp ráðherra við kvöldverði í boði borgarstórans í Haugesund í gærkvöld fer hér á eftir.