Framtíðarhagsmunir starfsmanna tryggðir sem best
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flutti í gær ávarp í áramótaboði Flugmálastjórnar Íslands. Var það haldið í tilefni af því að nú um áramótin breytist skipulag flugmála. Ráðherra lagði áherslu á að þær væru gerðar til að tryggja sem best allt umhverfi fyrir öfluga flugstarfsemi á öllum sviðum og ekki síst framtíðarhagsmuni starfsmanna.