Framtíðarhagsmunir starfsmanna tryggðir sem best

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flutti í gær ávarp í áramótaboði Flugmálastjórnar Íslands.  Var það haldið í tilefni af því að nú um áramótin breytist skipulag flugmála. Ráðherra lagði áherslu á að þær væru gerðar til að tryggja sem best allt umhverfi fyrir öfluga flugstarfsemi á öllum sviðum og ekki síst framtíðarhagsmuni starfsmanna.

Lesa meira

Betur má ef duga skal

 Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flutti ræðu við setningu Umferðarþings í morgun. Á þinginu, sem stendur einnig á morgun, eru flutt fjölmörg erindi um ýmsar hliðar umferðarmála og öryggismála. Við lok ræðunnar afhenti ráðherrann viðurkenningar Umferðarráðs. Lögreglan á Blönduósi hlaut Umferðarljósið og Óli H. Þórðarson gullmerki en báðar viðurkenningarnar eru veittar fyrir öfluga framgöngu á sviði umferðaröryggismála.
Ræða Sturlu fer hér á eftir.

Lesa meira

Eykur vonandi samskipti Bretlands og Íslands

Sturla Böððvarsson flutti síðastliðinn mánudag ávarp í London þegar hleypt var af stokkunum kynningarátakinu Iceland Naturally. Kom þar meðal annars fram að þar sem árangur af slíku átaki í Bandaríkjunum hefði reynst góður hefði verið ákveðið að hefja svipað átak í Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi. Ræða samgönguráðherra á ensku fer hér á eftir:

Lesa meira

Íslensk flugmál í brennidepli

Flugþing 2006 stendur nú yfir og er umræðuefnið íslensk flugmál í brennidepli. Í ávarpi sínu við setningu þingsins ræddi Sturla Böðvarsson samgönguráðherra meðal annars um þær breytingar sem framundan eru á skipan flugmála og um fyrirsjáanlegar breytingar á skipan mála á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

Raunhæfasta slysavörnin er bætt hegðan okkar sjálfra

Hér fer á eftir ávarp Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra sem flutt voru á borgarafundum 14. september 2006 kl. 17.15. Ráðherra flutti ávarp sitt í Hallgrímskirkju í Reykjavík en fulltrúar hans lásu það á sex öðrum stöðum þar sem hliðstæðir fundir voru haldnir. Fundirnir voru skipulagðir af samgönguráðuneytinu og Umferðarstofu í samráði við ýmis félagasamtök og stofnanir.
 

Lesa meira