Nýjustu færslur
Framsöguræða forseta Alþingis við framlagningu frv. um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008
Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, flutti framsöguræðu er frumvarp um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 var lagt fram á Alþingi 27. okt. sl.
Framsöguræða forseta Alþingis er frv. um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 var lagt fram á Alþingi
Hæstvirtur forseti.
Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, sem ég flyt ásamt háttvirtum þingmönnum, Geir H. Haarde, formanni Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Valgerði Sverrisdóttur, formanni Framsóknarflokksins og Guðjóni A. Kristjánssyni, formanni Frjálslyndaflokksins.
Ávarp forseta Alþingis Sturlu Böðvarssonar við setningu Kirkjuþings
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, flutti ávarp við setningu Kirkjuþings, laugardaginn 25. okt. 2008.
Ávarp forseta Alþingis Sturlu Böðvarssonar við setningu Kirkjuþings 25.10.2008
Forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, forsætisráðherra, ráðherra kirkjumála,forseti Kirkjuþings, Kirkjuþingsfulltrúar og góðir gestir.
Ég vil byrja á að lýsa sérstakri ánægju með að vera meðal ykkar við upphaf Kirkjuþings og fá að ávarpa þingið.
Um langt aldabil hafa verið sterk tengsl milli Alþingis og Þjóðkirkjunnar. Lögleiðing hins kristna siðar fyrir rúmum þúsund árum á Þingvöllum er sá atburður sem hvað merkastur er í sögu okkar. Kristnitakan batt sögu þings og kristni órjúfanlegum böndum.
Bréf forseta Alþingis til Sigurðar G Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns vegna ummæla hans í þættinum Ísland í dag á Stöð2
Sæll Sigurður. Eins og oft áður horfði ég í gærkvöld á þáttinn Ísland í dag þar sem þið Agnes Bragadóttir rædduð saman undir styrkri stjórn Svanildar Hólm.