Nýjustu færslur
Safnahúsið Eyratúni á Ísafirði opnað
Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði hefur fengið nýtt hlutverk en á þjóðhátíðardaginn var opnað nýtt safnahús Ísfirðinga sem ber heitið Safnahúsið Eyratúni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði húsið formlega að viðstöddu fjölmenni.
Bláfáninn til Stykkishólmshafnar
Góðir gestir,
Við Íslendingar eigum mikið undir því að varðveita umhverfi okkar og ganga þannig um auðlindirnar að þær endurnýist sem sjálfbærar þrátt fyrir nýtingu þeirrar. Hafnirnar eru lykill sjávarbyggðanna að auðlindum hafsins. Því skiptir það miklu máli að umhverfi þeirra og mannvirki beri með sér að snyrtimennska sé í heiðri höfð.
Stykkishólmshöfn fyrst hafna á Íslandi með Bláfánann
Höfnin í Stykkishólmi verður fyrst hafna á Íslandi til að fá Bláfánann. Formaður Landverndar, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir afhendir bæjarstjóranum í Stykkishólmi, Óla Jóni Gunnarssyni, Bláfánann við sérstaka athöfn við höfnina í Stykkishólmi í dag, 13. júní kl. 16.00.
Lækningabók sjófarenda er komin út
Út er komin hjá Siglingastofnun Íslands Lækningabók sjófarenda. Útgáfa bókarinnar er þáttur í framkvæmd langtímaáætlunar í öryggismálum sjófarenda fyrir árin 2001-2003, sem samþykkt var á Alþingi hinn 19. maí 2001.
Fundir um ný hafnalög
Á undanförnum dögum hafa verið haldnir þrír kynningarfundir víða um landið á vegum samgönguráðuneytisins um ný hafnalög og fleira sem tengist hafnamálefnum. Síðasti fundurinn verður haldinn á morgun, föstudaginn 13. júní kl. 13:00-15:30 á Hótel KEA, Akureyri.