Nýjustu færslur

Til áréttingar

Þingflokksformaður Framsóknar, Kristinn H. Gunnarsson, virðist eiga erfitt með að skilja hvernig það gerðist að fjárveiting kom inn á samgönguáætlun til lengingar flugbrautar á Þingeyri.  

Myndir og tölfræðilegar upplýsingar á heimasíðunni

Lesendum heimasíðunnar er bent á að reglulega eru settar inn myndir í „Myndaalbúmið“. Að undaförnu hafa verið að bætast við myndir á undirsíðurnar „Kosningabaráttan“ og „Aðrar myndir“. Síðast voru settar inn myndir í tilefni af dagskrá sem var við Hraunfossa og af opnun kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna í Stykkishólmi.

Dagskrá við Hraunfossa og styrkur til Snorrastofu

Í gær var fjölbreytt dagskrá um ferðamál við Hraunfossa í tilefni af því að umhverfið þar í kring hefur tekið stakkaskiptum með nýju bílastæði og göngustígum, svo eitthvað sé nefnt. Meðal þess sem var á dagskrá var að Sturla Böðvarsson afhjúpaði upplýsingaskilti um Hraunfossa.

Fiskveiðistjórnunin tryggi heildarhagsmuni

Á síðustu vikum höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið fjölmarga fundi um kjördæmið þvert og endilangt. Þar hafa sjávarútvegsmál oft borið á góma og hefur tilefni þeirrar umræðu jafnan verið ný staða sem uppi er vegna tillagna stjórnarandstöðuflokkanna, en þeir leggja allir til svokallaða fyrningarleið við stjórn fiskveiða.

Að skreyta sig með fjöðrum annarra

Á hinum ágæta Þingeyrarvef, og í kjölfar þess á bb.is, mátti fyrir skömmu lesa frétt þess efnis að lenging Þingeyrarflugvallar væri „komin aftur á dagskrá“.  

1 109 110 111 112 113 172