Nýjustu færslur

Fundur um öryggismál sjómanna í Snæfellsbæ

Í tengslum við langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda eru nú haldnir fundir vítt og breytt um landið um öryggismál. Fundirnir eru haldnir á vegum; Samgönguráðuneytisins, Siglingastofnunar Íslands, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Landhelgisgæslu Íslands, Landssambands smábátaeigenda, Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Vélstjórafélags Íslands og Landssambands íslenskra sjómanna.

Samkomulag Íslands og Grænlands á sviði ferðamála

Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson og atvinnumálaráðherra grænlensku heimastjórnarinnar, Finn Karlsen hafa undirritað ferðamálasamstarf landanna til þriggja ára. Þetta er í fjórða sinn sem slíkur samningur er gerður á milli Íslands og Grænlands. Framlag landanna til samstarfsins er 10 milljónir króna á ári.

Samfylkingin fer gegn hagsmunum landsbyggðarinnar

Í stjórnmálum er mikilvægt að traust ríki á milli manna. Í þeim efnum gildir umfram allt, að orð skulu standa. Styrkur Sjálfstæðisflokksins og mikið fylgi meðal þjóðarinnar hefur ekki síst orðið vegna þess að þeir einstaklingar, sem til forystu hafa valist, hafa skapað sér það orð að þeim mætti treysta. Og orð þeirra hafa staðið sem stafur á bók.

Fiskveiðistjórnun þarf að byggjast á ábyrgri stefnu og stöðugleika

Þegar sett voru lög um stjórn fiskveiða var flestum ljóst að okkur væri nauðsynlegt að hafa stjórn á fiskveiðunum ef ekki ætti að ganga of nærri fiskistofnunum. Reynsla okkar af ofveiði síldarstofnsins á sjötta og sjöunda áratugnum ætti að geta verið okkur mikilvæg áminning um hvernig fer fyrir þeim stofnum sem eru ofveiddir.

1 110 111 112 113 114 172