Nýjustu færslur
Ferðamálasjóður lagður niður
Frá og með 1.janúar 2003 verður Ferðamálasjóður lagður niður í núverandi mynd. Frá þeim degi verða eignir og skuldir sjóðsins yfirteknar af ríkissjóði og umboð stjórnar Ferðamálasjóðs fellt niður. Sparisjóður Mýrasýslu hefur haft umsjón með innheimtu og bókhaldi fyrir Ferðamálasjóð og ekkert er því til fyristöðu að svo verði áfram í umboði Byggðastofnunar.
Mannabreytingar í samgönguráðuneyti
Halldór S. Kristjánsson, staðgengill ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytis, hefur verið settur ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu frá og með 1. janúar n.k. til allt að sex mánaða en Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri, hefur fengið leyfi frá störfum til sama tíma. Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri, mun á sama tímabili gegna stöðu staðgengils ráðuneytisstjóra.
Breytingar á Markaðsráði ferðaþjónustunnar
Samningur um Markaðsráð ferðaþjónustunnar rennur úr gildi um næstkomandi áramót, og í kjölfarið verður það lagt niður í núverandi mynd.
Jarðgöng fyrir austan boðin út í næstu viku
Útboðsgögn fyrir gerð jarðganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar verða send út í næstu viku til þeirra verktaka sem valdir hafa verið til þátttöku í útboði eftir forval. Útboðsgögn vegna jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða hins vegar send verktökum í lok febrúar, eftir opnun tilboða í fyrri göngin.
Breikkun Reykjanesbrautar; Hvassahraun – Strandaheiði
Samningafundur var haldinn í Borgartúni þann 10. des. sl. þar sem vegamálastjóri f.h. Vegagerðarinnar, sem verkkaupa, undirritaði samning við Háafell ehf., Jarðvélar sf., og Eykt ehf., sem vertaka, að viðstöddum samgönguráðherra.