Nýjustu færslur
Sturla gerir ekki athugasemd við ákvörðun stjórnar
Síminn sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar til fyrirtækisins um mál tengd fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins. Málið var rætt á Alþingi í gær, þar sem Sturla tók skýrt af skarið með að hann gerði ekki athugasemd við þá ákvörðun stjórnar Símans að meta það mikilvægara fyrir fyrirtækið að birta ekki skýrsluna. Í umræðunni á Alþingi sagði Sturla m.a.: „…stjórn Símans fer með þetta mál og það er í hennar höndum og ég treysti henni til þess að fara með það. Hún hefur ekkert að fela.“
Yfirlýsing stjórnar Símans fer hér á eftir.
Vegur yfir Þverárfjall
Eftirfarandi fyrirspurn barst ráðherra frá Gylfa Sigurðssyni: Hvenær er áætlað að framkvæmdum á Þverárfjalli ljúki?
Opnunarhátíð í tilefni af endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar
Föstudaginn 1. nóvember var opnunarhátíð í tilefni af endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar. Athöfnin hófst með því að samgönguráðherra afhjúpaði hnitstein flugvallarins. Við það tilefni flutti hann eftirfarandi erindi
Vel heppnaður viðskiptadagur
Samgönguráðherra var boðið að taka þátt í dagskrá Íslensk-Ameríska verslunarráðsins í New York nú fyrir helgi. Ráðherra gat því miður ekki tekið þátt en aðstoðarmaður ráðherra flutti meðfylgjandi ræðu fyrir hans hönd.
Ráðherra með viðtalstíma á Sauðárkróki í dag
Samgönguráðherra býður Skagfirðingum viðtalstíma í dag, miðvikudag á Hótel Tindastóli milli klukkan 15 og 19. Þeir sem vilja hitta ráðherra vinsamlegast panti tíma hjá ritara ráðherra í síma 545 8210.