Nýjustu færslur
Samgönguráðherra leggur áherslu á aukið umferðaröryggi
Samgönguráðherra hefur ritað vegamálastjóra bréf í tilefni þess að Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur sent ráðuneytinu álit. Í bréfi ráðherra kemur m.a. fram að ráðherra telur ábendingar nefndarinnar mjög alvarlegar og taka beri eins mikið tillit til þeirra og unnt sé. Hér á eftir fara bréf Rannsóknarnefndar umferðaslysa til ráðuneytisins og bréf samgönguráðherra til vegamálastjóra.
Alþingiskosningar undirbúnar
Stjórnmálaflokkar undirbúa um þessar mundir val á framboðslista vegna alþingiskosninga. Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa ákveðið að viðhafa prófkjör 9. nóvember næstkomandi.
Málþing um umhverfismál í Stykkishólmi 18. október 2002
Í kjölfar ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs í Stykkishólmi 17.október s.l. var haldið málþing um umhverfismál. Meðal fyrirlesara voru Mr. Reg Easy framkvæmdastjóri vottunarsviðs Green Globe 21, Skúli Skúlason rektor Hólaskóla, Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi, Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar og Einar Kr.Guðfinnsson formaður Ferðamálaráðs. Ávarp samgönguráðherra fylgir hér á eftir:
Umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands 2002
Ávarp samgönguráðherra við afhendingu umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs Íslands 2002 í Stykkishólmi 17 október 2002:
Ferðamálaráð stendur fyrir ferðamálaráðstefnu í Stykkishólmi
Sturla Böðvarsson mun sækja ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs í Stykkishólmi, fimmtudaginn 17. október.