Nýjustu færslur

Vatnaleið

Í tilefni af áliti umboðsmanns Alþingis frá 1. júlí sl. vegna kvörtunar Náttúruverndarsamtaka Íslands varðandi lagningu nýs vegar nr. 56 yfir Vatnaheiði á Snæfellsnesi, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafi verið vanhæfur, þykir rétt að gera grein fyrir afstöðu ráðuneytisins.

Breytingar hjá Landssíma Íslands hf.

Vart þarf að rifja upp síðasta aðalfund Landssíma Íslands hf., þar sem fyrirtækinu var kosin ný stjórn eftir miklar sviptingar innan þess og mikla og óvægna fjölmiðlaumfjöllun um málefni þess. Viðbrögðin gagnvart hinni nýju stjórn voru öll á einn veg. Almennt var talað um að vel hefði tekist til með val á stjórnarmönnum og formanni stjórnar. Með kjöri stjórnarinnar var af minni hálfu leitast við að færa skipan stjórnar frá því fari sem áður hafði tíðkast, þ.e. að þar sætu fulltrúar sem væru beint eða óbeint skipaðir vegna tengsla sinna við stjórnmálaflokkana. Taldi ég þá breyttu skipan mikilvæga vegna þeirra sviptinga sem orðið höfðu kringum Símann, stjórn hans og forstjóra.

Afgreiðslu nýrra hafnalaga frestað

Ekki tókst að ljúka afgreiðslu nýrra hafnalaga á Alþingi í vor. Samgöngunefnd Alþingis hafði til afgreisðlu frumvarp til nýrra hafnalaga sem ég lagði fyrir þingið og mælti fyrir 7. febrúar sl. Frumvarpið átti sér langan aðdraganda og var unnið í samstarfi við Hafnasamband sveitarfélaga, Landsamband íslenskra útvegsmanna, Samtök kaupskipaútgerða og Landsamtök smábátaútgerða.

„Ísland, sækjum það heim“ – Ráðherra skrifar undir samkomulag

Í morgun, föstudaginn 14. júní, var undirritað samkomulag um ferðaátakið „Ísland – sækjum það heim“ en það mun standa yfir í allt sumar. Það voru Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, ásamt forsvarsmönnum Olíufélagsins ESSO, Íslandspósts og Ríkisútvarpsins sem undirrituðu samkomulagið en það gerir ráð fyrir alls 50 milljónum króna til kynningar á ferðamöguleikum Íslendinga í eigin landi. Meginuppistaða átaksins er ferðaþátturinn Hvernig sem viðrar, sem sýndur verður vikulega fram eftir sumri. Einnig verður sérstakur póstkortaleikur í gangi og verða vinningshafar dregnir út á Rás 2 í allt sumar. Í haust verður síðan dregið úr öllum póstkortum og eru veglegir vinningar í boði.Undirritunin fór fram á markaðstorgi Fjörukrárinnar í blíðskaparveðri. Í ávarpi samgönguráðherra gerði hann að umtalsefni þær tekjur sem innlendir ferðamenn leggja til þjóðarbúsins en þær munu vera um 12 milljarðar króna á ári. Lagði hann áherslu á að aðilar í ferðaþjónustu, sveitarfélög og einkaaðilar, nýttu sér kynningarátakið og „leiki nú sóknarleik“ enda skuli hér spilað til vinnings í öllum skilningi.

Samgönguráðherrar funda í Rúmeníu

Samgönguráðherrar Evrópuríkjanna hafa með sér reglulegt samstarf, sem haldið er utan um af samtökum þeirra, European Conference of Ministers of Transport (ECMT). Samtökin reka skrifstofu í París í höfuðstöðvum OECD. Samgönguráðherrar Bandaríkjanna, Kanada, Japan, Maracco, Mexíco og Kóreu hafa setið fundi ECMT og átt aðild að samþykktum þeirra. EMCT hélt nýverið árlegan fund sinn, og var hann haldinn í Búkarest í Rúmenínu. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson sótti fundinn.

1 135 136 137 138 139 172