Nýjustu færslur

Samgönguáætlun 2003-2014

Stýrihópur, sem samgönguráðherra skipaði til að vinna að samgönguáætlun fyrir tímabilið 2003-2014, hefur skilað ráðherra tillögu sinni.Þar er í fyrsta sinn litið heildstætt á alla þrjá samgöngumáta landsmanna, þ.e. flug, siglingar og landsamgöngur, og fjallað um möguleika sem samspil þeirra býður upp til lengri tíma. Einnig er í fyrsta skipti skilgreint grunnnet samgangna sem tekur til vegakerfis, flugs og siglinga. Grunnnetið er mikilvægasti og umferðamesti hluti samgöngukerfisins og þjónar landsmönnum öllum.

Ráðherra skipar nefnd

Málefni trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar Íslands hafa verið til umfjöllunar í opinberri umræða að undanförnu. Samgönguráðherra skipaði í dag nefnd vegna þessa. Í nefndinni sitja Andri Árnason, hrl., formaður, Gestur Jónsson, hrl., Sigurður Guðmundsson, landlæknir, og Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Skipunarbréf nefndarinnar fer hér á eftir.

1 141 142 143 144 145 172