Nýjustu færslur

Samkomulag um fjármögnun ferjulægis á Seyðisfirði undirritað

Þriðjudaginn 18. desember undirrituðu samgönguráðherra, fjármálaráðherra, Hafnarsjóður Seyðisfjarðar og Seyðisfjarðarkaupstaður samkomulag um fjármögnun og tilhögun framkvæmda við nýtt ferjulægi á Seyðisfirði í tengslum við stækkun farþegaferjunnar Norrænu.

Hvalfjarðargöng

Með tilkomu Hvalfjarðarganganna varð að veruleika ein mesta samgöngubót í landinu. Allar áætlanir um umferð hafa staðist og gott betur. Fjárhagsleg afkoma Spalar er góð þó að gengisþróunin hafi sett strik í reikninginn hvað varðar afkomu þessa árs. Ótalmargt bendir til þess að jákvæð áhrif ganganna séu veruleg, bæði á Vestur- og Norðurlandi.

Flugöryggi í dögun nýrrar aldar

Í starfi mínu sem samgönguráherra hef ég lagt ríka áherslu á öryggismál á öllum sviðum samgangna. Vil ég sérstaklega nefna langtímaáætlun um öryggismál sjómanna og nýja löggjöf um rannsóknir sjóslysa. Í fyrsta sinn er nú unnið að úrbótum í öryggismálum sjómanna eftir sérstakri áætlun, sem Alþingi samþykkti sem þingsályktun á síðastliðnu vori. Samkvæmt þeirri áætlun er ráðgert að verja úr ríkissjóði til þessa verkefnis 15 m.kr. á ári, auk þess sem ýmsir hagsmunaaðilar leggja til bæði vinnu og fjármagn. Siglingastofnun Íslands hefur verið falin framkvæmd áætlunarinnar. Það eru hins vegar úrbætur í flugöryggismálum sem ég vil gera grein fyrir að þessu sinni.

Bundið slitlag milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði

Laugardaginn 3. nóvember var lagt neðra lag klæðingar á nýbyggingarkaflann á Hringvegi, Smyrlabjörg – Tröllaskörð, í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. Þar með er komið bundið slitlag á alla leiðina á milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði. Þessara tímamóta var minnst s.l. föstudag með þeim hætti að settur var upp koparskjöldur á stein sem komið hefur verið fyrir á áningarstað við Hestgerði sem er skammt frá nýja vegarkaflanum. Samgönguráðherra Sturla Böðvarsson afhjúpaði skjöldinn við athöfn og í tilefni dagsins reisti Vegagerðin fánaborgir við veginn í öllum sýslum á þessari leið.

1 142 143 144 145 146 172