Nýjustu færslur
Vegabótum fagnað og samið um Gestastofu í Geysisstofu
Samgönguráðherra fór fyrr í dag í heimsókn heim að Geysi í Haukadal.
Ávarp ráðherra á Hafnasambandsþingi
Samgönguráðherra ávarpaði ársfund Hafnasambands sveitarfélaganna sem haldinn er í Neskaupsstað fyrr í dag. Ávarp ráðherra fer hér á eftir.
Fjarskipti og póstþjónusta
Á ríkisstjórnarfundi í morgun kynnti samgönguráðherra tvö minnisblöð. Annar vegar varðandi frumvarp til laga um póstþjónustu og hins vegar varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti. Efni minnisblaðanna fer hér á eftir.
Hin breiðu spjót á lofti vegna sölu Símans
Fyrrverandi og núverandi ritstjórar DV, Össur Skarphéðinsson og Óli Björn Kárason, beindu spjótum sínum að mér fyrr í vikunni. Tilefnið er að ég lýsti skoðunum mínum vegna sölu Landssíma Íslands. Vegna fjarveru minnar erlendis hefur mér ekki gefist tóm til að svara Össuri fyrr en nú. Málflutningi ritstjóra DV er ekki ástæða að svara umfram það sem fellur saman við svar mitt til Össurar.
Sturla átti fund með forseta ICAO
Samgönguráðherra hitti Dr. Assaid Kotaite, forseta ICAO, á fundi fyrr í dag. Á fundinum var m.a. rætt um flugöryggismál, alþjóða flugþjónustuna og fleira. Með ráðherra á fundinum voru Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu og Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður ráðherra.