Nýjustu færslur
Hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn
Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2008. Hélt Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, hátíðarræðu við það tilefni og afhenti Guðjóni Friðrikssyni sagnfræðingi Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta, en þau voru jafnframt veitt í fyrsta sinn.
Forseti Alþingis eignast alnafna
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, eignaðist afadreng og alnafna, 26. mars sl. Sturla Böðvarsson yngri er sonur Böðvars Sturlusonar og Guðrúnar Tinnu Ólafsdóttur. Vóg hann 3550 grömm við fæðingu og var 53,5 cm langur.
Góð tíðindi á fjarskiptamarkaði
Þessa dagana auglýsa símafyrirtækin mikið. Þau keppa einkum um hylli farsímanotenda og þeirra sem vilja geta notað símann sinn um allt land; jafnt í byggð, í óbyggðum, á þjóðvegakerfinu og á fiskimiðunum við strendur landsins. Þau segja sum frá því að þau séu með ,,stærsta dreifikerfið“ og ánægða viðskiptavini. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi fyrir notendur fjarskiptanna og ég vona að ánægja viðskiptavinanna fari vaxandi, bæði með útbreiðsluna og verðið. En hvað er hér á ferðinni?
Minningargrein um Árna Helgason í Stykkishólmi
Birtist í Morgunblaðinu 8. mars 2008
Umræður um jarðgöng
Greinin birtist í Morgunblaðinu 6. mars 2008.
Sturla Böðvarsson skrifar um samgönguáætlanir:
„Þingmenn Norðausturkjördæmis ættu allra þingmanna síst að kvarta undan því að ekki hafi verið hugsað fyrir jarðgangagerð í þeim landshluta.“
Það getur stundum verið erfitt að sitja á forsetastóli Alþingis og hlusta á umræður, án þess að eiga þess kost að bregðast við því sem til umræðu er hverju sinni. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma mánudaginn 3. mars sl. bar varaþingmaður Framsóknarflokksins úr Norðausturkjördæmi upp fyrirspurn til samgönguráðherra. Þingmaðurinn spurðist fyrir um jarðgangagerð á Austurlandi. Mátti ætla af málflutningi að í þeim landshluta hafi nánast ekkert verið gert og ekkert hafi staðið til að gera í nánustu framtíð. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp nokkrar staðreyndir.