Nýjustu færslur

Nokkur orð um samkeppnina og vinstri menn

Eitt af því sem vinstri menn hafa sett hvað eftir annað fram að undanförnu í umræðunni um einkavæðingu Landssíma Íslands hf. er að það sé á einhvern hátt borgaryfirvöldum í Reykjavík að þakka að samkeppni sé til staðar á íslenskum fjarskiptamarkaði. Í þessu sambandi nægir að nefna þingmanninn Kristján L. Möller og forseta borgarstjórnar Helga Hjörvar.

Alþingi heimilar sölu Landssíma Íslands hf.

Eftir langar og strangar umræður á Alþingi var samþykkt seint í gærkvöld frumvarp samgönguráðherra um heimild ríkissjóðs til að selja Landssíma Íslands. Þar með er stigið stórt skref í langstærstu einkavæðingu ríkisins til þessa. Línurnar í þessu máli á milli stjórnmálaflokkanna voru frekar skýrar. Enginn ágreiningur var meðal stjórnarliða um að selja fyrirtækið í einu lagi, eða &quotmeð manni og mús“ eins og einn þingmanna komst að orði í ræðu sinni. Samfylkingin vildi skilja frá fyrirtækinu grunnnet þess og selja afganginn, en Vinstri Grænir voru alfarið á móti sölu fyrirtækisins.Atkvæði á Alþingi féllu þannig að lokum: 32 sögu já, 6 sögu nei, 14 greiddu ekki atkvæði og 11 þingmenn voru fjarstaddir.

Frestun vegaframkvæmda 2001

Í gær var lagt fram á Alþingi svar samgönguráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurðardóttur um frestun á vegaframkvæmdum. Svarið fer hér á eftir í heild sinni.

1 150 151 152 153 154 172