Nýjustu færslur
Ráðherra í kjördæminu
Samgönguráðherra er nú á ferð í kjördæminu, en þessa viku er kjördæmavika á Alþingi. Þingmenn Vesturlandskjördæmis eru saman á ferð. Í gær var m.a. fundað á Akranesi, í Borgarnesi, á Hvanneyri, og í Dalabyggð. Nú eru þingmennirnir í Stykkishólmi, og verða í Grundarfirði og í Snæfellsbæ síðar í dag. Á morgun verður síðan haldinn aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að Laugum.
Samgönguráðherra ávarpar Hafnasambandsþing
Samgönguráðherra er nú á Akureyri, en þar stendur yfir í dag og á morgun ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga.
Ferðamálaráðstefnan 2000 á Ísafirði
Samgönguráðherra er staddur á Ísafirði, en þar er haldin í dag á vegum Ferðamálaráðs Íslands Ferðamálaráðstefnan 2000. Ræða ráðherra á ráðstefnunni fer hér á eftir.
Á ferð um Vestfirði
Samgönguráðherra er á ferð um Vestfirði fyrri hluta vikunnar. Ráðherra hyggst fara „Vestfjarðahringinn“ og hitta heimamenn, frá Reykhólum og réttsælis þaðan til Hólmavíkur. Með ráðherra í för eru m.a. ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis, vegamálastjóri og fleiri. Ferðinni lýkur á miðvikudagskvöld.
Samgönguráðherra í Vesturheimi
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, verður í opinberum erindagjörðum í Nýfundnalandi og Nova Scotia dagana 19.-29. ágúst næstkomandi. Heimsókn ráðherrans tengist hátíðahöldum vegna landafundanna, og mun hann m.a. vera við komu Íslendings til Halifax. Þá er einnig á dagskrá ráðherra að afhjupa minnisvarða um 125 ára afmæli byggðar Íslendinga á Nova Scotia og heimsókn í höfuðstöðvar Eimskips í tilefni af tíu ára afmæli skrifstofu þeirra í Halifax.
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, mun gegna störfum samgönguráðherra í fjarveru hans.