Nýjustu færslur
Kynning á söguskiltum Gísla sögu Súrssonar
Í dag var Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra boðið til kynningar á söguskiltum sem hönnuð hafa verið með tilvísun í markverða atburði úr Gísla Sögu Súrssonar. Kynningin fór að sjálfsögðu fram í Víkingahringnum á Þingeyri. Söguskiltunum var stillt upp á Víkingasviðinu. Jafnframt kynnti Þórhallur Arason verkefnið ,,Víkingar á Vestfjörðum“ og almennt fyrirhuguðum aðgerðum í nánustu framtíð.
Neyðaröndunartæki í íslensk fiskiskip
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra í samráði við LÍÚ og fyrirtækið Víking bjögunarbúnað ehf kynnti neyðaröndunartæki sem ætlunin er að komið verði fyrir um borð í íslenskum fiskiskipum. LÍÚ hefur haft frumkvæði að því að félagsmenn kaupi neyðaröndunartækin fyrir skip sín. Umrætt neyðaröndundunartæki er ætlað til að skipverjar geti forðað sér örugglega úr vistarverum eða öðrum rýmum ef þau fyllast af reyk. Samgönguráðherra þakkaði hlutaðeigandi framtakið og frumkvæðið við að auka öryggi íslenskra sjómanna.
Vatnalistasafn í Stykkishólmi opnar með glæsibrag
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra var á laugardaginn viðstaddur opnun Vatnasafnsins í Stykkishólmi. Það var merkur áfangi sem fagnað var að viðstöddu fjölmenni. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir, menntamálaráðherra og fleiri góðir gestir heiðruðu samkomuna. Það er bandaríska listakonan Roni Horn sem hefur í samvinnu við listastofnunina Artangel þróað hugmyndina um Vatnasafnið. Í aðalsalnum er þyrping af glersúlum sem hafa að geyma vatn úr 24 jöklum á Íslandi. Gegnum glersúlurnar brotnar dagsljósið og endurkastast á gólfið sem er með sérútbunum áletrunum um veðurfar.
Nýr fjölskyldumeðlimur
Þann 30. mars síðastliðinn fæddist dóttur minni, Elínborgu og eiginmanni hennar, Jóni Ásgeiri, yndislegur og heilbrigður sonur sem fengið hefur nafnið Kolbeinn Högni. Hann var 47 cm og 10 merkur við fæðingu enda fæddur nokkrum vikum fyrir tímann. Kolbeinn Högni braggast hins vegar vel og stækkar ört
Menningarsamningar við Vestfirði og Norðvestur land undirritaðir
Samgönguráðherra ásamt fulltrúum samtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra þeim Önnu G. Edvardsdóttir og Adolfi Berndsen, undirrituðu menningarsamninga við Vestfirði og Norðurland vestra í dag. Athöfnin fór fram á Stað í Hrútafirði að viðstöddum