Nýjustu færslur

Kosningasjónvarp og kosningaskrifstofa

Á laugardag tók Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þátt í kjördæmaþætti í beinni útsendingu á RÚV ásamt efstu mönnum á lista í kjördæminu. Áberandi voru rangfærslur Jóns Bjarnasonar og Guðbjartar Hannessonar um vegamál en í máli samgönguráðherra koma skýrt fram að á árunum 2003 til 2008 hefur verið bætt um betur og framlög til vegamála aukin um tæpa tíu milljarða.

Höfnum glæfraakstri

Sturla Böðvarsson skrifar um umferðaröryggi í tilefni af því að nú stendur yfir alþjóðleg umferðaröryggisvika, hin fyrsta í röðinni. Vikan stendur fram á helgina og er efnt til funda, sýninga og annarra dagskrárliða í tilefni vikunnar.

Fundur og vinnustaðaheimsóknir í Grundarfirði

Í gærkvöldi hélt samgönguráðherra góðan fund á Krákunni í Grundarfirði. Margt bar á góma s.s. sjávarútvegsmál, samgöngumál og hæst bar umræðan um hvíldartíma ökumanna. Í dag var litið við á nokkrum vinnustöðum bæjarins.  Í heimsókn hjá Þórði Magnússyni mótorhjólaeiganda með meiru var þess krafist að ráðherran stillti sér upp á nýja fákinum sem stendur í kjallaranum, afraksturinn má sjá

Helgin á Sauðárkróki og Blönduósi

Samgönguráðherra eyddi helginni á Nordvesturlandi. Í hádeginu á laugardag var haldinn súpufundur á Kaffi Króki þar sem gestir fjölmenntu og ræddu við ráðherra um málefni samfélagsins á Sauðárkróki og í nágrenni. Um kvöldið var haldið á stórsýninguna ,,Tekið til kostanna“ sem var algjört augnakonfekt fyrir gesti og mikil menningarhátíð hestamanna.

Sumardagurinn fyrsti í Búðardal

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lagði leið sína á Jörvagleði 2007 í Búðardal á sumardaginn fyrsta.  Ráðherran drakk kaffi hjá kvenfélagskonum, skoðaði ljósmynda- og listaverkasýningu í gamla sláturhúsinu og var við opnun Leifsbúðar. Hinu ný uppgerða glæsilega húsnæði er m.a. ætlað að hýsa sýningu á sögu landnáms Íslands en Eiríksstaðanefnd hefur unnið ötullega að því að kynna Dalasýslu og sögu sýslunnar frá landnámstíð. Að því tilefni flutti Friðjón Þórðarsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður ræðu þar sem hann fór m.a. yfir sögu hússins. Ræðu Friðjóns má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

1 23 24 25 26 27 172