Nýjustu færslur
Framlagningu samgönguáætlunar fagnað
Það var gaman að sjá forsíðu Bæjarins besta á Ísafirði þar sem þau Grímur Atlason bæjarstjóri í Bolungarvík, Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, Birna Lárusdóttir og Soffía Vagnsdóttir, fögnuðu ákvörðun samgönguráðerra um Bolungarvíkurgöng. Sameiginleg ályktun sveitarstjórnanna var mikið ánægjuefni. Hér birtist myndin sem áður birtist á BB.
Opnir fundur á Patreksfirði og í Búðardal
Sturla Böðvarsson var á ferðinni um Vestfirði og Vesturland á mánudag og þriðjudag. Flogið var í fallegu veðri á mánudagsmorgun eins og myndin staðfestir. Á mánudagskvöld var opinn fundur á Patreksfirði þar sem rúmlega 80 manns mættu til fundar um samgöngu- og fjarskiptamál. Umræður á fundinum voru líflegar og skemmtilegar. Daginn eftir lá leiðin eftir Barðarströndinni og í Búðardal þar sem samskonar fundur var haldinn. Ríflega 70 íbúar mættu til fundarins þar sem umræður voru ekki síður líflegar. Á myndasíðunni má finna fjölbreyttar myndir úr ferðinni.
Framkvæmdir þurfa undirbúning – þess vegna er samgönguáætlun gerð
Það er með nokkrum eindæmum hversu langt Björgvin G. Sigurðsson gengur í upphrópunum sínum og rangfærslum. Það á við málflutning hans í Morgunblaðinu 21. febrúar þar sem hann telur að ekkert hafi verið gert í samgöngumálum síðustu árin.
Ávarp Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra,
Ávarp Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra,
við afhendingu styrkja Menningarráðs Vesturlands.
Safnasvæðinu Görðum, Akranesi, fimmtudaginn 22. febrúar 2007 kl. 17.
Food and fun
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var í dag viðtaddur hádegisverð Menntaskólans í Kópavogi sem markar upphaf Food and fun keppninnar. Samgönguráðherra býður til hádegisverðarins en nemendur sjá um að framreiða matinn og fá tækifæri til að sýna aðstandendum hátíðarinnar það besta í faginu. Við hádegisverðinn er keppendum úthlutað aðstoðarmönnum úr röðum nemenda í matreiðslu sem augljóslega eru ánægðir með sitt hlutverk. Þetta er í sjötta sinn sem hádegisverðurinn er haldinn en hef er orðin fyrir því að samgönguráðherra bjóði til hádegisverðarins.