Nýjustu færslur

Heimsókn í Skagafjörð

Samgönguráðherra heimsótti Skagafjörð í vikunni til þess að kynna sér stöðu mála í vegagerð á svæðinu og nýja starfsemi nýrrar árangurs- og eftirlitsdeildar Vegagerðarinnar á Sauðárkróki. Deildin kemur til með að heyra beint undir vegamálastjóra eftir að nýju vegalögin taka gildi.

Ferðaþjónustan bætir ímynd landsins og stóreykur verðmætasköpun

Umfang íslenskrar ferðaþjónustu á síðasta ári var meira en nokkru sinni áður. Aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn komið til landsins og Íslendingar ferðast æ meira um eigið land. Þetta sést á auknum fjölda gistinátta, meiri gjaldeyristekjum og meiri nýtingu í ferðaþjónustu utan háannatíma.

Mikilvægur áfangi í fjarskiptaáætlun staðfestur með dreifingu RÚV um gervihnött

Meðal markmiða fjarskiptaáætlunar 2005 til 2010 er að sjónvarps- og útvarpsdagskrá RÚV verði dreift með stafrænum hætti um gervihnött til sjómanna á miðum við landið og strjálbýlla svæða landsins. Skrifað var í dag undir samning við Telenor á grundvelli samningskaupaferlis um að annast verkefnið. Þrjú tilboð bárust öll frá erlendum aðilum. 

Samgönguráðherra á fundi flugráðs

Fyrsti fundur flugráðs eftir að breytt var skipulagi flugmála var haldinn í dag, fyrsta febrúar. Gísli Baldur Garðarsson, formaður flugráðs, stýrði fundinum og bauð í upphafi Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra velkominn. Fór hann yfir áhrif skipulagsbreytinganna á störf flugráðs.

1 31 32 33 34 35 172