Nýjustu færslur
Fyrsta steypan að grunni Ráðstefnu og tónlistarhúss
Sturla Böðvarsson tók þátt í að steypa fyrstu steypuna í mót að grunni Ráðstefnu og tónlistarhúss. Fjöldi gesta var á svæðinu þrátt fyrir að kalt væri í veðri.
Myndirnar tala sínu máli.
Myndir frá athöfninni
Sjá myndskeið á mbl.is
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1246865
Lokið við GSM-farsímanetið á Hringveginum
Farskiptasjóður og Síminn hf. skrifuðu í dag, 12. janúar, undir samkomulag um að Síminn taki að sér verkefni við uppbyggingu GSM-farsímanetsins. Þrjú tilboð bárust í lokuðu útboði að undangengnu forvali, tvö frá Símanum hf., annað uppá 598 milljónir króna og frávikstilboð uppá 535 milljónir, og eitt frá Og fjarskiptum ehf. uppá 669 milljónir.
Um 80 manns á fundi samgönguráðherra á Hólmavík
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra boðaði til fundar um samgöngu og fjarskiptamál á Café Riis á Hólmavík í gærkvöld, miðvikudagskvöldið 10. janúar. Um áttatíu manns mættu til fundarins sem hófst á því að ráðherra fór yfir umræðuna í samfélaginu að undanförnu og undirstrikaði mikilvægi þess að traustir stjórnmálamenn létu ekki hrekjast undan vindi í glórulítilli umræðu heldur sýni styrk sinn í verkum sínum.
Margt á döfinni á sviði samgöngumála
Sturla Böðvarsson svarar Valgerði Bjarnadóttur sem skrifaði um samgöngumál í Fréttablaðið 3. janúar. Telur hún þar að ýmislegt klúður hafi orðið á sviði samgöngumála. Ráðherra rekur hér stöðu ýmissa mála sem unnið hefur verið að og er hreint ekki sammála því að klúður sé á ferðinni.
Beðið eftir Sundabraut – fjármagnið er tryggt
Sturla Böðvarsson svarar Guðjóni Jenssyni sem skrifaði í Morgunblaðið 2. janúar um Sundabraut. Ráðherra skýrir hér stöðu málsins en greinin birtist í Morgunblaðinu 3. janúar og fer hér á eftir.