Nýjustu færslur
Þingmenn funda með fulltrúum sveitarfélaga
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, hefur forgöngu um að þingmenn kjördæmisins eigi fundi með fulltrúum sveitarfélaga í næstu viku. Þá stendur yfir á Alþingi svonefnd kjördæmavika.
Gengið frá tveimur mikilvægum flugsamningum
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lýsti ánægju sinni með tvo nýja samninga milli samgönguyfirvalda og tveggja flugfélaga um áætlunarflug til nokkurra staða á landinu sem gengið var frá í dag. Annar er langtímasamningur við Flugfélagið Erni um flug milli Reykjavíkur og Bíldudals, Gjögurs, Hafnar og Sauðárkróks og hinn skammtímasamningur við Flugfélag Íslands um flug til Vestmannaeyja.
Mikilvægt skref fyrir ferðaþjónustu landsmanna
,,Ég tel að sú lækkun á virðisaukaskatti á matvælum og þjónustu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið frá 1. mars á næsta ári sé mjög mikilvæg fyrir íslenska ferðaþjónustu,” segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Talsmenn Samtaka ferðaþjónustunnar hafa lengi barist fyrir lækkuðu matvælaverði og segir ráðherra þetta skapa atvinnugreininni ný tækifæri.
Íslensk flugmál í brennidepli
Flugþing 2006 stendur nú yfir og er umræðuefnið íslensk flugmál í brennidepli. Í ávarpi sínu við setningu þingsins ræddi Sturla Böðvarsson samgönguráðherra meðal annars um þær breytingar sem framundan eru á skipan flugmála og um fyrirsjáanlegar breytingar á skipan mála á Keflavíkurflugvelli.
Upphaf Iceland Naturally í Evrópu
Kynningarverkefninu Iceland Naturally var formlega hleypt af stokkunum í Frankfurt í Þýskalandi fimmtudaginn 28. september. Sturla Böðvarsson flutti ávarp við opnun jarðvísindasýningar þar sem Íslandi eru gerð skil í sérstakri deild. Sýningin fer síðan til fleiri borgar í Þýskalandi. Hér á eftir er ávarp ráðherra í heild: