Borgarstjóra svarað

Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 29. júní sl. lýsti borgarstjórinn í Reykjavík þeirri skoðun sinni, sem ekki kom á óvart, að halda ætti samkeppni um skipulag Vatnsmýrarsvæðisins.

Fiskveiðistjórnunin tryggi heildarhagsmuni

Á síðustu vikum höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi haldið fjölmarga fundi um kjördæmið þvert og endilangt. Þar hafa sjávarútvegsmál oft borið á góma og hefur tilefni þeirrar umræðu jafnan verið ný staða sem uppi er vegna tillagna stjórnarandstöðuflokkanna, en þeir leggja allir til svokallaða fyrningarleið við stjórn fiskveiða.

Samfylkingin fer gegn hagsmunum landsbyggðarinnar

Í stjórnmálum er mikilvægt að traust ríki á milli manna. Í þeim efnum gildir umfram allt, að orð skulu standa. Styrkur Sjálfstæðisflokksins og mikið fylgi meðal þjóðarinnar hefur ekki síst orðið vegna þess að þeir einstaklingar, sem til forystu hafa valist, hafa skapað sér það orð að þeim mætti treysta. Og orð þeirra hafa staðið sem stafur á bók.

Samgöngur á Vestfjörðum

Samgönguætlun fyrir næstu tólf árin var samþykkt á Alþingi fyrir þingfrestun. Í þeirri áætlun er gert ráð fyrir framkvæmdum við mörg mikilvæg verkefni í Norðvesturkjördæmi á sviði flugmála, vegagerðar, hafnargerðar og öryggisþátta í siglingum og flugi.

Fiskveiðistjórnun þarf að byggjast á ábyrgri stefnu og stöðugleika

Þegar sett voru lög um stjórn fiskveiða var flestum ljóst að okkur væri nauðsynlegt að hafa stjórn á fiskveiðunum ef ekki ætti að ganga of nærri fiskistofnunum. Reynsla okkar af ofveiði síldarstofnsins á sjötta og sjöunda áratugnum ætti að geta verið okkur mikilvæg áminning um hvernig fer fyrir þeim stofnum sem eru ofveiddir.