Samgönguáætlun markar tímamót
Eitt helsta verkefni mitt sem samgönguráðherra á kjörtímabilinu hefur verið að undirbúa og fá samþykkta á Alþingi eina samræmda samgönguáætlun fyrir landið í heild. Um er að ræða samræmda áætlun allra samgangna.
Eitt helsta verkefni mitt sem samgönguráðherra á kjörtímabilinu hefur verið að undirbúa og fá samþykkta á Alþingi eina samræmda samgönguáætlun fyrir landið í heild. Um er að ræða samræmda áætlun allra samgangna.
Nú í vikunni lagði ég fram frumvarp til laga um þriðju kynslóð farsíma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að úthlutað verði allt að fjórum tíðnum að loknu útboði gegn 190 milljón króna gjaldi, sem þó fer lækkandi með aukinni útbreiðslu. Þegar umræður hófust um þriðju kynslóð farsíma voru uppi miklar væntingar. Víða í Evrópu sáu menn í hyllingum möguleika þess að nýta hina nýju tækni til gagnaflutninga og myndsendinga. Jafnframt gerðu menn sér vonir um miklar tekjur af úthlutun tíðna.
Að taka ákvörðun, að höggva á hnúta í umdeildum málum er oft viðfangsefni stjórnmálamannsins. Sem samgönguráðherra hef ég þurft að takast á við nokkur umdeild mál, sem vakið hafa umræðu í þjóðfélaginu eins og oft vill verða á vettvangi stjórnmálanna. Til fróðleiks fyrir lesendur heimasíðu minnar vil ég, nú þegar nokkuð er um liðið, rifja upp þrjú mál, sem voru mikið í umræðunni til þess að varpa skýrara ljósi á viðkomandi mál og meta stöðu þeirra nú þegar nokkuð er um liðið.
Ekki er nokkrum vafa undirorpið að stafræn tækni í sjónvarpsþjónustu mun valda þáttaskilum í þróun sjónvarps hér á landi á næstu árum. Helstu kostir stafræns sjónvarps, umfram núverandi hliðrænt kerfi, eru betri mynd- og hljóðgæði, bætt nýting ljósvakans, öruggara kerfi, lægri kostnaður við dreifingu, auðveldari samruni við önnur fjarskipti, fleiri kostir fyrir upplýsingasamfélagið og aukinn möguleiki á gagnvirkni.
Umræðan um prófkjör sjálfstæðismanna í hinu nýja Norðurlandskjördæmi vestra hefur ekki farið framhjá neinum. Nokkuð finnst mér hún þó hafa verið á einn veg. Einn af frambjóðendum er nánast daglega í fjölmiðlum og lýsir því aftur og aftur yfir að sigrinum hafi verið stolið af sér. En hvernig má það vera?