Samgönguráðherra er enginn bragðarefur

Það var fyrir séð að prófkjör sjálfstæðismanna á NV-landi yrði sögulegt, ekki síst vegna þess að þar sátu fyrir á fleti fimm öflugir þingmenn, sem allir sóttust stíft eftir a.m.k. einu af þremur efstu sætunum, sem líklega verður að telja örugg þingsæti.

Upplýsingatæknin er ein forsenda framþróunar á landsbyggðinni

Á fundi Norrænu ráðherranefndarinnar í Osló fyrir stuttu var fjallað um stefnumörkun norðurlandaþjóðanna á sviði upplýsingatækni, og þá helst um útbreiðslu breiðbands. Á fundinum gerði ég grein fyrir stöðu mála hér á landi og þeirri stefnu sem ég hef fylgt sem ráðherra fjarskiptamála, það er að tryggja örugg, ódýr og aðgengileg fjarskipti fyrir alla.

Sterka menn til forystu!

Nú líður að prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Þá munu kjósendur í kjördæminu velja þá sem leiða munu lista flokksins í komandi Alþingiskosningum. Í dag eru tveir öflugir menn í forystu fyrir flokkinn á Vesturlandi, þeir Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og Guðjón Guðmundsson, alþingismaður.

Sturlu í fyrsta sætið

Undanfarin 5 ár hef ég starfað að sveitarstjórnamálum í Borgarbyggð. Gott samstarf þingmanna og sveitarstjórnarmanna er gríðarlega mikilvægt. Síðustu 4 ár hefur Sturla Böðvarsson verið fyrsti þingmaður Vesturlands.

Af hverju Sturlu?

Stuðningsyfirlýsing mín við framboð Sturlu Böðvarssonar til forystu á lista Sjálfstæðisflokks í hinu nýja Norðvestur-kjördæmi hefur vakið nokkra athygli og sterk viðbrögð. Án þess að mér sé á nokkurn hátt skylt að gera grein fyrir þessari afstöðu langar mig til þess.